Þorsteinn Már greiðir mest á landinu

Þorsteinn Már Baldvinsson
Þorsteinn Már Baldvinsson

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja greiðir hæstu gjöld­in í um­dæmi skatt­stof­unn­ar á Norður­landi eystra í ár, 169,6 millj­ón­ir króna. Það þýðir að hann greiðir hæstu gjöld­in á Íslandi í ár. Af heild­ar­gjöld­um Þor­steins Más er út­svarið 3,7 millj­ón­ir króna.

Jó­hann­es Jóns­son, oft kennd­ur við Bón­us, er í öðru sæti list­ans á Norður­landi eystra með 33,2 millj­ón­ir króna í heild­ar­gjöld.

Í þriðja sæti er Erla Björns­dótt­ir apó­tek­ari á Húsa­vík með 20,3 millj­ón­ir króna í op­in­ber gjöld.

Á síðasta ári greidd Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son for­stjóri Saga Capital hæstu gjöld­in á Norður­landi eystra, 104.268.224 krón­ur. Í öðru sæti list­ans þá var Sverr­ir F. Leós­son, sem var út­gerðarmaður á Ak­ur­eyri en Sverr­ir lést í síðasta mánuði. Hann greiddi á 82.516.652 krón­ur í op­in­ber gjöld í fyrra. Í þriðja sæti list­ans var Bjarni Bjarna­son, Ak­ur­eyri með  80.647.847 krón­ur í op­in­ber gjöld.

1. Þor­steinn Már Bald­vins­son 169.641.924 krón­ur

2. Jó­hann­es Jóns­son 33.243.950 krón­ur

3. Erna Björns­dótt­ir 20.252.145 krón­ur

4. Sæv­ar Helga­son Ak­ur­eyri 16.302.353 krón­ur

5. Jón Hall­ur Pét­urs­son Ak­ur­eyri 15.933.312 krón­ur

6. Ásgeir Már Ásgeirs­son Ak­ur­eyri 13.573.991 króna.

7. Sig­ur­laug Hanna Leifs­dótt­ir Eyja­fjarðarsveit 13.167.438 krón­ur

8. Bjarni Bjarna­son Ak­ur­eyri 12.980.480 krón­ur

9. Eiður Gunn­laugs­son Ak­ur­eyri  11.838.673 krón­ur

10. Stein­grím­ur Hall­dór Pét­urs­son Ak­ur­eyri 11.298.732 krón­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka