Út yfir gröf og dauða

hamar og sigð prýða leiðið.
hamar og sigð prýða leiðið. Ríki Vatnajökuls

Á leiði einu í ónefndum kirkjugarði hér á landi er leiði með hamar og sigð í stað krossins. Hamar og sigð var tákn sovéska kommúnistaflokksins.

Á vefnum Í ríki Vatnajökuls má sjá frétt sprottinni úr ferðalagi Hornfirðings nokkurs sem hafði lagt leið sína um landið. Rakst hann á harla óvenjulegt leiði í ónefndum kirkjugarði. Í stað þess að hinn hefðubundni kross eða steinn prýddi leiðið var þar í þess stað að finna merki sovéska kommúnistaflokksins, hamar og sigð, en flokkurinn réði ríkjum í Sovétríkjunum sálugu á síðustu öld. Vísuðu táknin til bænda og verkamanna.

Hefur það sennilega verið hins ósk þess sem þarna hvílir að lýsa yfir sannfæringu sinni með þessum óvenjulega hætti.

Fréttavefur Hornfirðinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert