Út yfir gröf og dauða

hamar og sigð prýða leiðið.
hamar og sigð prýða leiðið. Ríki Vatnajökuls

Á leiði einu í ónefnd­um kirkju­g­arði hér á landi er leiði með ham­ar og sigð í stað kross­ins. Ham­ar og sigð var tákn sov­éska komm­ún­ista­flokks­ins.

Á vefn­um Í ríki Vatna­jök­uls má sjá frétt sprott­inni úr ferðalagi Horn­f­irðings nokk­urs sem hafði lagt leið sína um landið. Rakst hann á harla óvenju­legt leiði í ónefnd­um kirkju­g­arði. Í stað þess að hinn hefðubundni kross eða steinn prýddi leiðið var þar í þess stað að finna merki sov­éska komm­ún­ista­flokks­ins, ham­ar og sigð, en flokk­ur­inn réði ríkj­um í Sov­ét­ríkj­un­um sál­ugu á síðustu öld. Vísuðu tákn­in til bænda og verka­manna.

Hef­ur það senni­lega verið hins ósk þess sem þarna hvíl­ir að lýsa yfir sann­fær­ingu sinni með þess­um óvenju­lega hætti.

Frétta­vef­ur Horn­f­irðinga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert