Vonast eftir láni í lok ágúst

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Von­ast er til að stjórn Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðsins (AGS) geti tekið mál­efni Íslands til end­ur­skoðunar í lok ág­úst eða í byrj­un sept­em­ber og þá ber­ist ann­ar hluti 2,1 millj­arða Banda­ríkja­dala láns sjóðsins og fyrsti fjórðung­ur 2,5 millj­arða dala láns Norður­land­anna til styrk­ing­ar gjald­eyr­is­vara­forða Seðlabanka Íslands. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu.

Þar kem­ur fram að AGS hef­ur staðreynt að fjár­mögn­un efna­hags­áætl­un­ar­inn­ar með greiðslum frá ut­anaðkom­andi aðilum, m.a. Norður­lönd­un­um, hafi ekki verið tryggð og ákveðið hafi verið að fresta því að taka ekki fyr­ir end­ur­skoðun efna­hags­áætl­un­ar­inn­ar líkt og stefnt var að. Seg­ir jafn­framt í til­kynn­ingu for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins að gjald­eyr­isstaða Seðlabanka Íslands sé góð og þetta muni því ekki hafa áhrif þar á.

Þar seg­ir að und­an­farna mánuði hafi ís­lensk stjórn­völd unnið öt­ul­lega að fyrstu árs­fjórðungs­legu end­ur­skoðun efna­hags­áætl­un­ar sinn­ar og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins.

Kynna mót­un stefnu um gjald­eyr­is­höft­in á morg­un

„Mik­il­væg skref hafa verið stig­in á und­an­förn­um vik­um. Meðal þeirra má nefna: samþykkt rík­is­stjórn­ar á áætl­un í rík­is­fjár­mál­um til næstu ára, samn­inga við skila­nefnd­ir gömlu bank­anna, áætl­un um end­ur­fjármögn­un banka­kerf­is­ins, und­ir­rit­un samn­inga um lán frá Norður­lönd­um, und­ir­rit­un samn­inga vegna Ices­a­ve reikn­inga við Breta og Hol­lend­inga með fyr­ir­vara um samþykki Alþing­is, áætl­un um mót­un stefnu um gjald­eyr­is­höft­in sem kynnt verður á morg­un, 31. júlí."

Öðrum mark­miðum sem lagt var upp með hef­ur einnig verið náð. Með þess­um fram­gangi við end­ur­reisn efna­hags­lífs á Íslandi hafa ís­lensk stjórn­völd, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem borist hafa frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum, upp­fyllt skil­yrði fyr­ir end­ur­skoðun efna­hags­áætl­un­ar­inn­ar, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu.

Lán­in frá Norður­lönd­um verða að vera tryggð áður en áætl­un AGS er end­ur­skoðuð

„Þrátt fyr­ir það hef­ur fram­kvæmda­stjórn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins ákveðið að taka ekki fyr­ir end­ur­skoðun efna­hags­áætl­un­ar­inn­ar áður en hún fer í tveggja vikna sum­ar­leyfi þann 7. ág­úst líkt og að var stefnt. Sjóður­inn hef­ur staðreynt að fjár­mögn­un efna­hags­áætl­un­ar­inn­ar með greiðslum frá ut­anaðkom­andi aðilum, m.a. Norður­lönd­un­um, hafi ekki verið tryggð.

Um­sam­in nor­ræn lán eru mik­il­væg­ur hluti efna­hags­áætl­un­ar­inn­ar og verður aðgengi að þeim að vera að fullu tryggt áður en fram­kvæmda­stjórn Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðsins tel­ur sig geta gengið frá end­ur­skoðun efna­hags­áætl­un­ar­inn­ar.

Íslensk stjórn­völd munu áfram fylgja eft­ir efna­hags­áætl­un­inni, í nánu sam­starfi við sér­fræðinga sjóðsins, sem og öðrum end­ur­reisn­ar­verk­efn­um af full­um krafti. Gjald­eyr­isstaða Seðlabank­ans er góð og mun töf á lána­fyr­ir­greiðslu ekki hafa þar áhrif," sam­kvæmt til­kynn­ingu.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert