Hreiðar Már tekjuhæstur

Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, var tekju­hæst­ur Íslend­inga í fyrra með 35.818.000 króna mánaðarlaun. Ekki færri en 270 starfs­menn fjár­mála­fyr­ir­tækja voru með meira en eina millj­ón króna í laun á mánuði í fyrra, í út­tekt Tekju­blaðs Frjálsr­ar versl­un­ar.

Í Tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar eru birt­ar tekj­ur 2.700 Íslend­inga. Þar eru greind­ar tekj­ur fólks í ýms­um starfs­grein­um. Ljóst er að stars­menn fjár­mála­fyr­ir­tækja hafa borið mikið úr být­um í fyrra. Auk Hreiðars Más voru tveir banka­menn með meira en tíu millj­ón­ir á mánuði að meðaltali.

Sig­ur­jón Þ. Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, var með 22,899 millj­ón­ir og Elín Sig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­stjóri Lands­bank­ans með rúm­ar 12 millj­ón­ir. Alls voru 73 starfs­menn fjár­mála­fyr­ir­tækja með þrjár millj­ón­ir eða meira á mánuði í laun.

Magnús Jóns­son, for­stjóri Atorku Group, var launa­hæst­ur for­stjóra í fyr­ir­tækj­um með 12,1 millj­ón á mánuði. Magnús Bjarna­son, for­stjóri Capacent Glacier var með 9,7 millj­ón­ir og Jón Sig­urðsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Stoða með 9,2 millj­ón­ir á mánuði.

Tryggvi Þór Her­berts­son, nýorðinn alþing­ismaður og fyrr­ver­andi aðstoðarmaður for­sæt­is­ráðherra, var tekju­hæst­ur í hópi alþing­is­manna, ráðherra og for­seta Íslands með 2,9 millj­ón­ir á mánuði.  Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, var með 1.839 þúsund á mánuði.

Eyþór Arn­alds, bæj­ar­full­trúi í Árborg, er tekju­hæst­ur sveit­ar­stjórn­ar­manna með 2.456 þúsund á mánuði og Alm­ar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri FÍS, tekju­hæst­ur starfs­manna hags­muna­sam­taka og aðila vinnu­markaðar­ins.

Könn­un blaðsins bygg­ist á álögðu út­svari eins og það birt­ist í álagn­ing­ar­skrám. Blaðið set­ur þann fyr­ir­vara að um sé að ræða skatt­skyld­ar tekj­ur á ár­inu 2008 og þær þurfi ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi. Mun­ur­inn geti fal­ist í laun­um fyr­ir setu í nefnd­um og önn­ur auka­störf og hlunn­indi vegna kauprétt­ar­samn­inga. Þá kunni í laun­um sumra að vera innifald­ir kaupauk­ar vegna árs­ins 2007.

Þá er tekið fram að í töl­un­um séu ekki fjár­magn­s­tekj­ur, t.d. af vöxt­um, arði eða sölu hluta­bréfa. Reynt var að skrá menn í flokka sam­kvæmt þeim störf­um sem þeir gegna nú.  Einnig er minnt á að nokkuð hafi verið rætt um vill­ur í álagn­ingu skatt­stjóra og að kæru­frest­ur sé ekki runn­inn út. Álagn­ing sé því ekki end­an­leg.

Forsíða Frjálsrar verslunar
Forsíða Frjálsr­ar versl­un­ar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert