Algjört hrun í afkomu ríkissjóðs

Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg
Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg Jim Smart

Al­gjör viðsnún­ing­ur varð í rekstri rík­is­sjóðs árið 2008. Rekstr­ar­reikn­ing­ur sýn­ir 216 millj­arða tekju­halla eða 46% af tekj­um árs­ins. Árið 2007 var 89 millj­arða af­gang­ur eða um 18% af tekj­um árs­ins. Í árs­lok 2008 var eigið fé  nei­kvætt um 342 millj­arða króna sam­an­borið við já­kvætt eigið fé upp á tæpa 10 millj­arða í árs­lok 2007.

Stærst­an hluta af þess­um viðsnún­ingi má rekja til greiðsluþrots viðskipta­bank­anna þriggja í októ­ber. Í des­em­ber yf­ir­tók rík­is­sjóður veðlán fjár­mála­fyr­ir­tækja af Seðlabanka Íslands og af­skrifaði í kjöl­farið um­tals­verðan hluta þeirra eða 175 millj­arða króna. Þá þurfti rík­is­sjóður að af­skrifa hluta af trygg­inga­bréf­um sem út­gef­in höfðu verið af viðskipta­bönk­un­um þrem­ur og nam sú af­skrift 17 millj­örðum króna.

Loks hækkuðu líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar rík­is­sjóðs tölu­vert á ár­inu 2008 sem verður að stór­um hluta rakið til áhrifa af falli bank­anna á fjár­hag líf­eyr­is­sjóðanna. Sam­an­lögð gjalda­áhrif af þess­um þrem­ur þátt­um námu 234 millj­örðum króna á ár­inu 2009. Hrun í af­komu rík­is­sjóðs milli ára af því tagi sem ofan grein­ir á sér tæp­ast hliðstæðu, rit­ar Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra,  und­ir ný­út­komna rík­is­reikn­inga fyr­ir árið 2008.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka