Björgólfur gjaldþrota

Björgólfur Guðmundsson
Björgólfur Guðmundsson mbl.is.Kristinn

Björgólf­ur Guðmunds­son hef­ur, í gegn um tals­mann sinn, sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem fram kem­ur að Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hafi í dag fall­ist á beiðni hans um að bú hans verði tekið til gjaldþrota­skipta.  

Ásgeir Friðgeirs­son, talsmaður hans, sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu þessa efn­is í dag og fer hún í heild sinni hér á eft­ir:

„Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur í dag fall­ist á beiðni Björgólfs Guðmunds­son­ar um að bú hans verði tekið til gjaldþrota­skipta. Sveinn Sveins­son hrl. hef­ur verið skipaður skipta­stjóri. Í bréfi til Héraðsdóms Reykja­vík­ur ger­ir Björgólf­ur Guðmunds­son grein fyr­ir því að frá árs­byrj­un 2008 hafa per­sónu­leg­ar ábyrgðir og skuld­bind­ing­ar hans u.þ.b. tvö­fald­ast vegna yf­ir­töku hans á ábyrgðum í þágu fé­laga hon­um tengd­um og geng­is­falls ís­lensku krón­unn­ar og nema því nú alls um 96 millj­örðum króna. Á sama tíma hafa eign­ir hans sem námu um 143 millj­örðum króna horfið að mestu vegna yf­ir­töku rík­is­ins á hluta­bréf­um hans í Lands­bank­an­um og Straumi og veru­legr­ar verðmætarýrn­un­ar annarra fyr­ir­tækja, sem hann var hlut­hafi í. Hrein­ar eign­ir hans námu í upp­hafi árs 2008 um 100 millj­örðum króna og námu þá skuld­ir um 35% af heild­ar­eign­um. Að gefnu til­efni vill Björgólf­ur upp­lýsa fjöl­miðla um að heim­ili hans, sem orðið hef­ur fyr­ir árás­um und­an­farn­ar vik­ur, hef­ur ætíð verið í eigu konu hans en hún erfði hús­eign­ina frá for­eldr­um sín­um sem reistu húsið fyr­ir röskri hálfri öld.

Meðfylgj­andi er bréf Björgólfs Guðmunds­son­ar til Héraðsdóms Reykja­vík­ur þar sem hann fer fram á að bú sitt verði tekið til gjaldþrota­skipta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert