Dyr límdar aftur og málningu slett

Grænni málningu var slett á hús Friðriks Sophussonar og dyrnar …
Grænni málningu var slett á hús Friðriks Sophussonar og dyrnar límdar aftur. Saving Iceland

Grænni máln­ingu var skvett á hús Friðriks Soph­us­son­ar, for­stjóra Lands­virkj­un­ar, aðfar­arnótt 28. júlí og dyr­un­um lokað með lími. Voru það sam­tök sem kalla sig A.S.Ö sem voru að verki. Segj­ast þau ekki gera grein­ar­mun á per­sónu­leika for­stjóra fyr­ir­tæk­is þegar hann er í vinn­unni og þegar hann er heima hjá sér.

Meðlim­ir í sam­tök­un­um fóru að húsi Friðriks Soph­us­son­ar, for­stjóra Lands­virkj­un­ar, aðfar­arnótt þriðju­dags. Þar skvettu þeir grænni máln­ingu á húsið og límdu dyr hans fast­ar.

Sam­tök­in segja for­stjóra fyr­ir­tæk­is ekki breyta um per­sónu­leika eft­ir því hvort hann er í vinn­unni eða heima hjá sér. Lands­virkj­un hafi í nafni pen­inga og valds mark­visst eyðilagt ís­lensk­ar óbyggðir og for­stjór­inn beri sömu ábyrgð á báðum stöðum.

Þá seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sam­tak­anna að ábyrgð ein­stak­lings­ins sé ástæða þess að ráðist sé per­sónu­lega að þeim sem sitji hæst í fyr­ir­tækj­um kapí­tal­ista eins og Lands­virkj­un. Fólk vilji líf sín, frelsi og óbyggðir til baka. Nótt­in sé með þeim í liði.

AT­HUGA­SEMD sett inn klukk­an 21:31. Fyrr í kvöld var sagt að Sa­ving Ice­land hafi staðið á bak við at­hæfið en það er ekki rétt og biður mbl.is af­sök­un­ar á þessu rang­hermi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert