Eignir Íslendinga jukust umtalsvert á árinu 2008, samkvæmt skattframtölum.
Í samantekt, sem ríkisskattstjóri hefur gert, kemur fram að svokallaðar „aðrar eignir“ jukust um 8,6 milljarða króna í fyrra.
Í lok ársins 2008 áttu landsmenn 28,5 milljarða króna bundna í hjólhýsum, tjaldvögnum, bátum, vélsleðum og ýmsum öðrum eignum, öðrum en fasteignum og bílum. Í lok ársins 2007 var sambærileg tala 19,9 milljarðar.
Í heild námu eignir landsmanna 3.600 milljörðum í lok ársins 2008 samkvæmt skattframtölum.