Margir á ferli í Eyjum í nótt

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Brynjar Gauti

Marg­ir voru á ferli í Vest­manna­eyj­um í nótt og yf­ir­leitt góður andi í fólki, aö sögn lög­regl­unn­ar. Fjór­ir gistu fanga­geymsl­ur vegna ölv­un­ar. Þá var nokk­ur straum­ur á sjúkra­húsið vegna smá­meiðsla. Þar á meðal voru nef­brot sem ekki er vitað hvort verða kærð. 

Ein­stak­lega gott veður var í Vest­manna­eyj­um í nótt og fólk á ferli fram und­ir morg­un. Herjólf­ur kom um klukk­an sex í morg­un sneisa­full­ur af fólki. Ný­komna fólkið var á rölti um göt­urn­ar og eins þeir sem enn voru að skemmta sér frá því í gær­kvöldi. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert