Margir voru á ferli í Vestmannaeyjum í nótt og yfirleitt góður andi í fólki, aö sögn lögreglunnar. Fjórir gistu fangageymslur vegna ölvunar. Þá var nokkur straumur á sjúkrahúsið vegna smámeiðsla. Þar á meðal voru nefbrot sem ekki er vitað hvort verða kærð.
Einstaklega gott veður var í Vestmannaeyjum í nótt og fólk á ferli fram undir morgun. Herjólfur kom um klukkan sex í morgun sneisafullur af fólki. Nýkomna fólkið var á rölti um göturnar og eins þeir sem enn voru að skemmta sér frá því í gærkvöldi.