„Ótrúverðug og villandi“

ÞÖK

Skýrsla ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Sjónarr­and­ar ehf. um arðsemi orku­sölu til stóriðju er ótrú­verðug, um­fjöll­un um efna­hags­leg áhrif vill­andi og út­reikn­ing­ar óvandaðir og rang­ir í sum­um til­vik­um.

Þetta seg­ir Ágúst F. Haf­berg, fram­kvæmda­stjóri viðskiptaþró­un­ar og sam­skipta hjá Norðuráli, sem kynnt hef­ur sér inni­hald skýrsl­unn­ar. Hann hef­ur komið at­huga­semd­um á fram­færi við skýrslu­höf­unda og þeir nú þegar leiðrétt ákveðna út­reikn­inga. „Al­var­leg­ast er að út­reikn­ing­ar á arðsemi ís­lenskra orku­fyr­ir­tækja eru mjög óvandaðir og leiða til þess að sam­an­b­urður við er­lend orku­fyr­ir­tæki er al­ger­lega óraun­hæf­ur,“ seg­ir Ágúst og tek­ur dæmi um út­reikn­inga Sjónarr­and­ar á ávöxt­un eig­in fjár árið 2006 hjá Lands­virkj­un, Orku­veitu Reykja­vík­ur og Hita­veitu Suður­nesja.

Bend­ir Ágúst á að í einni töflu í skýrsl­unni komi fram að ávöxt­un eig­in fjár hafi verið nei­kvæð um 12,4% árið 2006 hjá þess­um fyr­ir­tækj­um. Það geti ekki staðist þar sem þetta ár hafi sam­an­lagður hagnaður fyr­ir­tækj­anna verið yfir 13 millj­arðar króna og ávöxt­un þeirra á eig­in fé um 7,7%. Ágúst seg­ir skýrslu­höf­unda hafa viður­kennt að þarna hafi þeir rangt fyr­ir sér. Við þetta hafi ávöxt­un eig­in fjár á tíma­bil­inu 1988 til 2006 farið úr 1,4% í 4,4%. Því sé ekki um neina smá­villu að ræða og hljóti hún að breyta öll­um öðrum út­reikn­ing­um.

„Þetta er ein­fald­lega illa gerð skýrsla og ótrú­verðug, enda ekki við öðru að bú­ast. Þetta eru menn sem eru bún­ir að tala í mörg ár gegn fjár­fest­ing­um í orkuiðnaði. Hefðu þeir kom­ist að ein­hverri ann­arri niður­stöðu, þá væru þeir að viður­kenna að öll þeirra fyrri orð væru röng. Í því ljósi kem­ur niðurstaða skýrsl­unn­ar okk­ur ekki á óvart,“ seg­ir Ágúst, en ein meg­inniðurstaða skýrsl­unn­ar er að arðsemi af fjár­magni bundnu í orku­vinnslu sé ríf­lega helm­ingi minni að jafnaði en í ann­arri at­vinnu­starf­semi, að stóriðju og fjár­mála­starf­semi und­an­skild­um.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka