Subbulegt umboð kveikti engin ljós

mbl.is/Ásdís

„Það var bara allt tekið út. Tugir milljóna króna taldar yfir borðið til nokkurra gutta eins og ekkert væri eðlilegra,“ segir maður sem lenti í klóm ungra fjársvikara, sem nú sitja bak við lás og slá.

Brot mannanna voru þaulhugsuð. Þeir náðu undir sig eignarhaldsfélagi mannsins með því að falsa tilkynningu til hlutafélagaskrár. Síðan seldu þeir íbúð í eigu félagsins til konu einnar, sem hafði ekki hugmynd um að brögð væru í tafli.

Peningana lögðu mennirnir inn á reikning félagsins og fölsuðu loks umboð til að ná þeim út úr banka.

Umboðið var einstaklega „subbulegt“ eins og viðmælandi Morgunblaðsins komst að orði; útkrotað og búið að krassa yfir kennitölur og skrifa nýjar í þeirra stað líkt og þeir sem áttu í hlut hefðu ekki verið vissir um kennitölur sínar. Þá virtust undirskriftir stjórnarmanna vera ritaðar með sömu rithönd. Viðkomandi banki gerði hins vegar engar athugasemdir við umboðið og greiddi svikurunum samviskusamlega fé þegar þeir millifærðu af reikningi fyrirtækisins.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert