Eldur í frystitogara

mbl.is/Þorgeir Baldursson

Eldur kom upp í frystitogaranum Barða NK120 á Neskaupsstað í nótt og var slökkvilið kallað á staðinn. Vel gekk að slökkva eldinn, sem ekki reyndist mjög mikill, en nokkrar sót og vatnsskemmdir urðu.

Enginn var um borð þegar eldurinn kom upp en unnið hafði verið að viðhaldi skipsins undanfarna dag. Skipið fer ekki til veiða á sunnudag eins og áætlað hafði verið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert