Hendur fjölmiðla bundnar

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður BÍ
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður BÍ Friðrik Tryggvason

„Menn hljóta að reisa ein­hverj­ar skorður við banka­leynd í ljós þess að þess­ir bank­ar hrundu,“ seg­ir Þóra Krist­ín Ásgeirs­dótt­ir, formaður Blaðamanna­fé­lags Íslands . Henni þykir óeðli­legt af Kaupþingi að fara fram á lög­bann í ljósi efna­hags­hruns­ins og viðskipta­hátta gömlu bank­anna.

„Það er vissu­lega verið að binda hend­ur fjöl­miðla og mér finnst það mjög ein­kenni­legt í ljósi þeirra at­b­urða sem hafa orðið í ís­lensku sam­fé­lagi. Þetta hlýt­ur að þurfa skoðast í ljósi þess að þess­ir bank­ar settu landið á von­ar völ, ef svo má segja,“ seg­ir Þóra Krist­ín.

Hún seg­ir að lög­bannið komi ekki óvart í ljósi þess hve víðtæk banka­leynd er. Aft­ur á móti eigi al­menn­ing­ur kröfu á að vita hvernig var að mál­um staðið „þó það kunni að henta ein­hverj­um bet­ur að hann þegi bara og borgi brús­ann.“ Þóra Krist­ín seg­ir að ís­lenska þjóðin verði aldrei sátt við þetta lög­bann.

Seg­ir hún lög­bannið grafa und­an trausti fólks á end­ur­reisn Íslands, með því sé banka­leynd tek­in fram yfir al­manna­hags­muni.

Hjá Kaupþingi vildi eng­inn tjá sig um málið, hvorki lög­bannið né til­mæli bank­ans um að aðrir fjöl­miðlar en RÚV hættu frétta­flutn­ingi tengd­um lána­fyr­ir­greiðslum Kaupþings til fyr­ir­tækja eig­enda­hóps bank­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert