Köfuðu í Kleifarvatni þegar skjálftinn reið yfir

Hverir og reykur við lækkandi Kleifarvatn.
Hverir og reykur við lækkandi Kleifarvatn. Rax / Ragnar Axelsson

Búi Baldvinsson og Andri Ómarsson, kvikmyndagerðarmenn, voru við köfun vegna myndatöku fyrir National Geographic í Kleifarvatni í gærkvöld þegar jarðskjálftinn reið yfir klukkan 23:46. Taldi skjálftinn 3,2 á Richter-kvarða og átti upptök sín skammt austur af Keili.

„Við föttuðum ekki að þetta væri skjálfti þegar við vorum neðansjávar, við vissum ekkert af honum fyrr en við komum upp úr,“ segir Búi. Þá var hringt í þá og þeir spurðir hvort ekki væri í lagi með þá þar sem skjálfti hefði riðið yfir í nágreninu. „Við litum hvor á annan og lögðum saman tvo og tvo,“ segir Búi en við köfunina urðu þeir varir við að hljóðið í hverunum breyttist og háir hvellir heyrðust auk djúpra bassadruna. „Þegar maður er á óvenjulegum stað þá veit maður ekki hvað er óvenjulegt og hvað ekki.“

Það eina sem þeir félagar kipptu sér upp við var brennisteinsbragðið af vatninu en þeir höfðu skömmu áður talað um að þetta væri ekki besti staðurinn til að vera á í jarðskjálfta. „Maður er bara mjög feginn að ekkert gerðist í botinum vegna þess að ef hverinn hefði opnast þá held ég að ég væri ekki hér,“ segir Búi og kveður þetta hafa verið mikla upplifun, fallega og undarlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert