Jón Gerald vill efla og auka samkeppni

Verslunarhúsnæði Jóns Geralds á Dalvegi
Verslunarhúsnæði Jóns Geralds á Dalvegi mbl.is/Heiðar Kristjánsson

„Um leið og hún er tilbúin,“ segir Jón Gerald Sullenberger athafnamaður og hlær inntur eftir því hvenær fyrirhuguð lágverðsverslun hans verður opnuð á Dalvegi 10 í Kópavogi. Ekki liggur fyrir hvað verslunin á að heita en Jón Gerald segist vonast til að hún geti hafið störf snemma í september þrátt fyrir nokkrar tafir undanfarið.

Spurður um hvort honum hugnist að opna nýja verslun í miðjum efnahagsþrengingum svarar hann því játandi. „Ég tel að það sé rétti tíminn núna til að opna lágvöruverðsverslun til þess að reyna að stuðla að lækkun matvöruverðs í landinu og bjóða fólki upp á fleiri valkosti,“ segir Jón Gerald. Hann telur að í þeirri efnahagslægð sem nú stendur yfir sé mikil eftirspurn eftir matvöruverslunum sem bjóða lágt verð og frekari samkeppni sé þörf í þeim geira.

„Það eru tveir stórir aðilar á markaðnum og mér finnst að það sé alveg pláss fyrir fleiri,“ segir Jón Gerald og kveður núverandi markað einlitan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert