Lögbanni mögulega hnekkt fyrir dómstólum miðað við fordæmi

Sigurður Líndal
Sigurður Líndal Ómar Óskarsson

Sig­urður Lín­dal, laga­pró­fess­or, tel­ur að miðað við dóma­fram­kvæmd í mál­um þar sem veg­ist hafa á tján­ing­ar­frelsi og rétt­ur al­menn­ings til upp­lýs­inga ann­ars veg­ar og friðhelgi einka­lífs (sem banka­leynd fel­ur í sér meðal ann­ars) sé ekki ólík­legt að lög­banns­úrsk­urði sýslu­manns­ins í Reykja­vík á um­fjöll­un Rík­is­út­varps­ins um um­fangs­mikl­ar lána­fyr­ir­greiðslur Kaupþings til fyr­ir­tækja eig­enda­hóps bank­ans verði hnekkt fyr­ir dómi.

Sig­urður vill þó ekki slá neinu föstu og kall­ar álit sitt al­menn­ar hug­leiðing­ar um málið frek­ar en heil­steypta laga­lega niður­stöðu.

Hann seg­ir að í mál­inu veg­ist á fyrr­nefnd sjón­ar­mið en al­manna­hags­mun­ir sem fylgja því að upp­lýs­ing­arn­ar sem um ræðir líti dags­ins ljós legg­ist á sveif með sjón­ar­miðum um tján­ing­ar­frelsi og rétti al­menn­ings til upp­lýs­inga. Málið sé sér­stakt að því leyti að um sé að ræða geysi­leg­ar fjár­hæðir og ráðstaf­an­ir sem ís­lensk­ur al­menn­ing­ur þurfi að ein­hverju leyti að bera skell­inn af. Vegi þessi sjón­ar­mið um al­manna­hags­muni því þungt.

„Þegar um svona hrika­leg­ar fjár­hæðir er að ræða, sem má segja að snerti þjóðfé­lagið þá séu það kannski rík­ari hags­mun­ir [en viðskipta­hags­mun­ir bank­anna],“ seg­ir Sig­urður og tel­ur að fái þessi sjón­ar­mið hljóm­grunn fyr­ir dóm­stól­um geti það orðið til þess að lög­bannið verði fellt úr gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert