Heildsöluverð nýmjólkur hækkaði um 9% eða rúmar 8 krónur á lítra í dag. Álagning á mjólk er frjáls en gert er ráð fyrir að hækkunin sé um 10 krónur í smásölu. Þá hækkar léttmjólk um 4,6% og rjómi lækkar um 0,7%. Mjólkurvörur munu að meðaltali hækka um 3,47%. Áhrifin nema um 0,1% á neysluverðsvísitölu.
Mjólkurverð til bænda breytist ekki að sinni, það er 71,13 kr/ltr. Heildsöluverðlagning annarra mjólkurafurða er frjáls, sem og smásöluverðlagning allra mjólkurvara.