Skuldabyrði sem þjóðin getur ekki staðið undir

Joly varar við því að ungt fólk flytji frá Íslandi
Joly varar við því að ungt fólk flytji frá Íslandi mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

„Þegar til kast­anna kem­ur verður hvorki hægt að end­ur­greiða Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum né Bretlandi né Hollandi. Lega Íslands er hernaðarlega mik­il­væg og landið ríkt af nátt­úru­auðlind­um. Ef svo fer sem horf­ir mun ald­urs­sam­setn­ing íbú­anna breyt­ast og ungt, menntað fólk flytja úr landi. Þeir sem eft­ir verða munu eiga meira und­ir þeim sem hæst býður. Eng­um dylst auk­inn áhugi Rússa á svæðinu,“ skrif­ar Eva Joly, ráðgjafi sér­staks sak­sókn­ara vegna banka­hruns­ins, í harðorðri grein sem birt er sam­tím­is í Morg­un­blaðinu, norska dag­blaðinu Af­ten­posten, breska dag­blaðinu Daily Tel­egraph og franska stór­blaðinu Le Monde um helg­ina.

Joly fer hörðum orðum um viðsemj­end­ur Íslend­inga í Ices­a­ve-deil­unni og aðkomu Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins að mál­inu, sem varði hags­muni langt utan ís­lensku strand­lengj­unn­ar.

„Ábyrgðarlaus afstaða sumra ríkja, Evr­ópu­sam­bands­ins og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins gagn­vart hruni ís­lenska efna­hags­kerf­is­ins sýn­ir að þau eru ófær um að draga lær­dóm af hruni þess sam­fé­lags sem Ísland var hold­gerv­ing­ur fyr­ir – þ.e. sam­fé­lags óhefts markaðsfrels­is, einkum frjálsra fjár­mála­markaða sem þess­ir sömu aðilar tóku þátt í að móta.“

Hún send­ir Norður­lönd­un­um tón­inn og seg­ir þau „af­reka það nú helst að bregðast ekk­ert við þeirri kúg­un sem Ísland er beitt“, nokkuð sem dragi úr trú manna á raun­veru­leg­an vilja þeirra til að veita Íslandi stuðning.

Barroso með hug­ann við eig­in hags­muni

„Ef Evr­ópa og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn snúa ekki við blaðinu kann að vera að þau vinni sann­kallað af­rek: dragi land þar sem þjóðar­tekj­ur á hvern íbúa hafa verið með þeim hæstu í heimi niður á stig þeirra allra fá­tæk­ustu.“

Orðrétt

Það voru Hol­lend­ing­ar og Bret­ar sem ákváðu ein­hliða að upp­hæð inni­stæðutrygg­ing­ar­inn­ar ætti að vera ekki aðeins 20 þúsund evr­ur fyr­ir hvern reikn­ing, rétt eins og kveðið var á um í evr­ópsk­um og ís­lensk­um lög­um – nokkuð sem þegar var óger­legt fyr­ir ís­lensku rík­is­stjórn­ina að standa við [...] held­ur að upp­hæð 50.000 til 100.000 evr­ur, jafn­vel hærri.

Það hversu mjög Brown hef­ur beitt sér gegn þessu smáríki er því ekki hægt að skýra á ann­an hátt en þann að hann hef­ur viljað ganga í augu eig­in kjós­enda og skatt­greiðenda, fólks sem að sönnu varð fyr­ir miklu fjár­hagstjóni og rétt er að halda til haga.

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins
Eva Joly, ráðgjafi sér­staks sak­sókn­ara vegna banka­hruns­ins mbl.is/​Golli
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert