Traktorstorfæra í blíðviðri á Flúðum

Ölvir Karl Emilsson sigraði í keppninni í dag
Ölvir Karl Emilsson sigraði í keppninni í dag mbl.is/Sigurður Sigmundsson

Talið er að á milli fjögur og fimm þúsund manns hafi fylgst með traktorstorfæru á Flúðum í Hrunamannahreppi í dag. Veðrið var eins og það getur best orðið að sögn heimamanna og mikil stemming . Var það Ölvir Karl Emilsson sem sigraði í keppninni sem oft er nefnd Heimsmeistarakeppnin í traktorstorfæru.

Tíu þátttakendur voru skráðir til keppni en níu luku keppni. Allir traktorarnir eiga að vera gamlir og vélin ekki yfir 50 hestöfl.
 Sá þáttakandi sem lengst að var kominn var frá Stykkishólmi. Fyrir kemur að keppendur festu vélar sínar illa en þá kom öflugur traktor til hjálpar.

Í öðru sæti varð Jóhann Þórðarson og jafnir í þriðja og fjórða sæti urðu Ægir Óskar Gunnarsson og Óskar Ingi Sigurðsson. Þ

Á Flúðum er iðulega mikið um að vera um helgi verslunarmanna. Í kvöld koma Ljótu hálfvitarnir fram í Félagsheimili Hrunamanna. Á skemmtistaðnum Útlaganum verður líka margt um að vera. Bændamarkaður er á staðnum og í byrjun sumars var opnað nýtt tjaldstæði á staðnum með strandblakvelli.

Keppt var í traktorstorfæru á Flúðum í dag
Keppt var í traktorstorfæru á Flúðum í dag mbl.is/Sigurður Sigmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka