Hrannar sendir Joly tóninn

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hrann­ar Björn Arn­ar­son, aðstoðarmaður Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra, send­ir Evu Joly tón­inn vegna grein­ar henn­ar sem birt­ist í Morg­un­blaðinu, Daily Tel­egraph og fleiri er­lend­um blöðum í gær á Face­book-síðu sinni í dag.

Frá þessu sagði frétta­vef­ur­inn Eyj­an í gær­kvöld.

Á Face­book-síðunni seg­ir orðrétt: „Dett­ur Evu í hug að þessi grein auki traust á Íslandi er­lend­is ? Veit hún ekki að megnið af er­lendu lán­un­um (eig­in­lega allt nema Ices­a­ve) er til að styrkja gjald­eyr­is­forðann og þar mynd­ast eign á móti ? Held hún ætti að halda sig við ráðgjöf við sér­staka sak­sókn­ar­ann og láta aðra um efna­hags­mál­in.“

Í grein sinni gagn­rýn­ir Joly fram­komu Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, Breta og Hol­lend­inga í Ices­a­ve-mál­inu og sak­ar þá um full­komið mis­kunn­ar­leysi. Lýs­ir hún einnig þeirri skoðun sinni að Íslend­ing­ar geti ekki staðið und­ir samn­ing­um um málið.

Face­book-síða Hrann­ars.
Hrannar Björn Arnarsson.
Hrann­ar Björn Arn­ars­son.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert