Hreiðar Már segir lánveitingar ekki varða við lög

Hreiðar Már Sigurðarson.
Hreiðar Már Sigurðarson.

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, vísaði því á bug í fréttum Ríkisútvarpsins í dag, að lánveitingar bankans til eigendahóps hans, varði við lög. 

Á vefnum Wikileaks.org var fyrir helgina birt skýrsla, sem kynnt var á fundi lánanefndar Kaupþings rétt fyrir hrun bankans í október. Eru þar upplýsingar um 205 einstaklinga og félög sem fengu lánaðar 45-1250 milljónir evra, 8,2-226,6 milljarða króna, hjá bankanum.

Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti í gærkvöldi beiðni Nýja Kaupþings og skilanefndar Kaupþings um lögbann á Ríkisútvarpið vegna yfirvofandi birtingar á fréttum um lántakendur Kaupþings. Lögbannið fékkst á þeim forsendum að um trúnaðarupplýsingar væri að ræða og birting þeirra væri í andstöðu við þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert