Illa barinn á þjóðhátíð

Þjóðhátíðarstemming í Herjólfsdal
Þjóðhátíðarstemming í Herjólfsdal mbl.is/Sigurgeir

Lög­regl­unni í Vest­manna­eyj­um var til­kynnt um al­var­lega lík­ams­árás á þjóðhátíðarsvæðinu um tíu­leytið í morg­un. Sá sem fyr­ir árás­inni nef­brotnaði og úr hon­um var bar­in ein tönn og önn­ur brot­inn. Þá skarst hann á nefi.

Árás­armaður­inn náðist ekki en fórn­ar­lambið veit hver hann er. Taldi hinn fyrr­nefndi sig eiga óupp­gerðar sak­ir við brotaþol­ann frá kvöld­inu áður en hann vildi ekki kann­ast við þær. Hyggst hann kæra árás­ina. Lög­regl­an vinn­ur í mál­inu.

Al­menn­ur er­ill hef­ur verið hjá lög­regl­unni í Eyj­um í morg­un. Að sögn varðstjóra er veður­blíðan í Eyj­um bandamaður lag­anna varða því skap fólks sé yf­ir­leitt í sam­ræmi við veðrið á þjóðhátíð. Nokk­ur bjart­sýni er því í byrj­un loka­dags hátíðar­inn­ar sem jafn­an er sá fjör­mesti.

Lög­regl­an í Vest­manna­eyj­um áætl­ar að fjöldi gesta á þjóðhátíð sé nú á þrett­ánda þúsund.  Enn streyma að þjóðhátíðargest­ir og eiga nokk­ur hundruð manns bókað með Herjólfi og flugi í dag. Því má bú­ast við miklu fjöl­menni á brekku­söngn­um í kvöld.

Veður hef­ur verið afar gott í Eyj­um alla helg­ina. Þó fór að rigna um klukk­an 4 í nótt og það rigndi í um klukku­stund.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert