Kókaín og amfetamín í Eyjum

Gott veður er nú í Vestmannaeyjum en myndin tengist fréttinni …
Gott veður er nú í Vestmannaeyjum en myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is

Í flestum þeirra sextán fíkniefnamála sem komið hafa til kasta lögreglu í Vestmannaeyjum yfir helgina er um að ræða harðari efni á borð við amfetmín og kókaín. Einnig hefur eitthvað af kannabisefnum fundist.

Að sögn varðstjóra í Vestmannaeyjum hafa hin harðari efni verið meira áberandi á þjóðhátíð í seinni tíð en fjöldi tilfella enn sem komið er ekki meiri en venjulega. Gegnum tíðina hafa allt að 40 fíkniefnamál komið inn á borð lögreglu um verslunarmannahelgar en í fyrra voru málin óvenju fá.

Í tveimur af þeim tilfellum sem upp hafa komið í ár er talið á hinir grunuðu hafi selt eða ætlað að selja efnin. Pakkningar og peningaupphæðir í fórum þeirra bentu til þessa. Efnin sem talin voru ætluð til sölu voru af harðara taginu, amfetamín og kókaín.

Níu lögreglumenn eru á fíkniefnavakt í Eyjum og hafa þrjá fíkniefnahunda á sínum snærum. Hafa þeir eftirlit með Herjólfsdal og fleiri svæðum þar sem mannfjöldi er.

Kókaín.
Kókaín. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert