Kveikt var í kömrum við Borgarbíó á Akureyri um klukkan 06:30 í morgun. Um var að ræða sex plastkamra sem loguðu glatt og rauk mikið úr. Kömrunum varð ekki bjargað og brunnu þeir til grunna. Slökkvilið kom á vettvang og slökkti í rústunum.
Að sögn lögreglu skapaðist engin hætta af brunanum, enginn nýtti sér aðstöðuna þegar kveikt var í og engir bílar voru í grenndinni. Brennuvargarnir eru ófundnir.
Að öðri leyti fór allt vel fram á Akureyri að sögn lögreglu.