Stuðmenn héldu uppi stuðinu

Stuðmenn í góðum gír.
Stuðmenn í góðum gír. Mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um ell­efu þúsund manns mættu í Fjöl­skyldu- og hús­dýrag­arðinn í dag þegar Stuðmenn héldu sína ár­legu skemm­un um Versl­un­ar­manna­helg­ina. Rjóma­blíða var í garðinum og skemmti fólk sér hið besta. Gutt­orm­ur III var af­hjúpaður.

Mikið fjör var í Fjöl­skyldu- og  hús­dýrag­arðinum í dag þegar Stuðmenn og góðir gest­ir tróðu upp en skemmt­un­in er ár­leg­ur viðburður. Ávallt hef­ur verið margt um mann­inn og sú var enda raun­in í ár, enda léku veðurguðirn­ir á alls oddi. Talið er að milli tíu og ell­efu þúsund manns hafi verið í garðinum.

Meðal þeirra sem skemmtu voru þær stöll­ur Skoppa og Skítla og vöktu þær mikla hrif­in­ingu meðal yngri kyn­slóðar­inn­ar. Fengu þær liðsauka af Gl­anna glæp úr Lata­bæ sem vakti ekki síður lukku og sýndi hann mikla takta.

Hljóm­sveit­ir dags­ins voru ekki af verri end­an­um, Ljótu hálf­vit­arn­ir og sjálf­ir Stuðmenn. Var sveifl­an góð og stemn­ing­in ekki síðri.

Sá skemmti­legi viðburður var einnig í garðinum að útil­ist­ar­verkið Gutt­orm­ur var af­hjúpað en eins og frægt er orðið brenndu skemmd­ar­varg­ar fyrra útil­ista­verkið Gutt­orm til grunna fyrr í sum­ar. Gutt­orm­arn­ir tveir voru smíðaðir í minn­ingu nauts­ins Gutt­orms sem lengi var tákn­mynd Hús­dýrag­arðins. Gutt­orm­ur III mun hljóta fast­an stað í garðinum en þegar eitt­hvað stend­ur til í Laug­ar­dals­hverf­inu mun hon­um vera rúllað þangað, íbú­um til yndis­auka.

Hér eru nokkr­ar mynd­ir, tekn­ar í blíðunni í dag.

Um ellefu þúsund manns voru mættir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn …
Um ell­efu þúsund manns voru mætt­ir í Fjöl­skyldu- og hús­dýrag­arðinn í dag. Stund­um gekk vel og stund­um illa að finna kunn­ingj­ana. Mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Þær Skoppa og Skrítla eru dáðar af yngri kynslóðinni.
Þær Skoppa og Skrítla eru dáðar af yngri kyn­slóðinni. Mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Ljótu hálfvitarnir voru skemmtilegir að vanda.
Ljótu hálf­vit­arn­ir voru skemmti­leg­ir að vanda. Mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Guttormur afhjúpaður
Gutt­orm­ur af­hjúpaður Mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert