Telja tvöföldun Suðurlandsvegar brýnasta

Suðurlandsvegur í Svínahrauni.
Suðurlandsvegur í Svínahrauni.

Meiri­hluti þjóðar­inn­ar, eða um 55%,  tel­ur, að tvö­föld­un Suður­lands­veg­ar sé brýn­asta sam­göngu­bót­in um þess­ar mund­ir, að því er kem­ur fram í Þjóðar­púlsi Gallup, sem sagt var frá í frétt­um Rík­is­út­varps­ins.

Fram kom, að meiri­hluti þátt­tak­enda í fimm kjör­dæm­um af sex töldu breikk­un Suður­lands­veg­ar mik­il­væg­asta. Aðeins í Norðaust­ur­kjör­dæmi taldi meiri­hlut­inn að Vaðlaheiðargöng væru brýn­ari en fjórðung­ur svar­enda í kjör­dæm­inu taldi þó Suður­lands­veg brýn­ari. 

Í könn­un­inni voru einnig nefnd tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar og vega­bæt­ur á Vest­fjörðum.

Í Þjóðar­púls­in­um var einnig spurt um viðhorf fólks til ým­issa mála­flokka. Meiri­hluti fólks kvaðst sátt­ur við eigið at­vinnu­ástand og fjár­mál. Óánægj­an fór hins veg­ar vax­andi þegar spurt var um mála­flokka eins og op­in­bera stjórn­sýslu á Íslandi, hús­næðis­verð og efna­hags­mál. 88% aðspurðra sögðu fram­færslu­kostnað of háan eða allt of háan og 94%  sögðu at­vinnu­ástandið al­mennt óviðun­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert