Joly tókst það sem öðrum tekst ekki

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Enginn íslenskur almannatengill hefði getað séð til þess, að grein eftir íslenskan stjórnmálamann birtist í fjórum blöðum samtímis í jafnmörgum löndum líkt og gerðist, þegar Eva Joly birti sama dag grein til varnar Íslandi í Morgunblaðinu, Aftenposten (Ósló), The Daily Telegraph (London), Le Monde (París). Í raun er sjaldgæft að stjórnmálamenn eða aðrir fái slíka samræmda birtingu aðsendrar greinar, ritar Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra á vef sínum í kvöld.

„Við því hefði mátt búast, að af hálfu ríkisstjórnarinnar reyndi einhver að sigla í kjölfar Joly til að fylgja málstað Íslands eftir. Það hefur hins vegar ekki verið gert. Hið eina, sem heyrst hefur úr stjórnarherbúðunum, er nöldur Hrannars B. Arnarsonar í garð Joly. 

Ástæðan fyrir því, að íslensk stjórnvöld nýta sér ekki málflutning Joly, er, að þau eru ósammála Joly. Hin sorglega staðreynd er, að ríkisstjórn Íslands vill ekki berjast fyrir rétti íslensku þjóðarinnar gagnvart Bretum, Hollendingum og Evrópusambandinu með þeim rökum, sem Joly beitir í grein sinni," skrifar Björn á vefsíðu sína.

Sjá nánar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert