Mannanna ekki lengur þörf

Stjórn FME hefur ákveðið að fjórir skilanefndarmenn skuli víkja úr …
Stjórn FME hefur ákveðið að fjórir skilanefndarmenn skuli víkja úr nefndum fyrir 15. ágúst. Morgunblaðið/Eyþór

Fjór­um skila­nefnda­mönn­um var sagt upp störf­um nú fyr­ir helgi. Tveir hafa nú þegar látið af störf­um að eig­in ósk. Ráðning­ar þeirra voru alltaf tíma­bundn­ar, seg­ir for­stjóri FME.

Fjór­ir skila­nefnda­menn í Lands­banka, Glitni og Kaupþingi fengu bréf frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu nú fyr­ir helgi þar sem farið er fram á að þeir hætti störf­um fyr­ir 15. ág­úst. All­ir menn­irn­ir voru fyrr­ver­andi yf­ir­menn í bönk­un­um þrem­ur fyr­ir banka­hrunið í októ­ber í fyrra og sætti ráðning þeirra í skila­nefnd­ir tals­verðri gagn­rýni á sín­um tíma. Þetta voru þeir Guðni Ní­els Aðal­steins­son, yf­ir­maður fjár­stýr­ing­ar hjá Kaupþingi, Kristján Óskars­son, yfir viðskipta­sviði Glitn­is, Ársæll Haf­steins­son fram­kvæmda­stjóri lög­fræðisviðs Lands­bank­ans og Sig­ur­jón Geirs­son sem var yfir innri end­ur­skoðun Lands­bank­ans. Tveir mann­anna hafa þegar látið af störf­um, að eig­in ósk.

Að sögn Rík­is­út­varps­ins setti upp­sögn mann­anna samn­inga­fundi með kröfu­höf­um í nokk­ur upp­nám á föstu­dag og seg­ir að full­trú­ar kröfu­hafa Lands­bank­ans hafi staðið upp í fússi, hótað mál­sókn­um og flogið af land brott.

„Það lá alltaf fyr­ir að starfi þeirra myndi ljúka á ákveðnum tíma, þeir voru ráðnir vegna þekk­ing­ar sinn­ar á bank­an­um og nú er ekki leng­ur þörf á þeirra þekk­ingu. Þeirri vinnu sem þeir hafa komið að er að ljúka,“ seg­ir Gunn­ar Þ. And­er­sen, for­stjóri FME. Hann seg­ist  ekki eiga von á því að brott­för starfs­mann­anna setji ein­hver strik í reikn­ing­inn varðandi þá vinnu sem eft­ir er. „Það er eðli­legt að það verði eitt­hvað upp­nám þegar ein­hver hætt­ir en það er ekki neitt sem fólk jafn­ar sig ekki á," seg­ir Gunn­ar. Samn­ingaviðræðurn­ar séu á loka­stigi og því hafi stjórn FME ekki talið að það væri frek­ari þörf á starfs­kröft­um mann­anna.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert