Blaðamannafélag Íslands
og Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu mótmæla lögbanni á fréttir Ríkisútvarpsins sem byggja á gögnum
frá lánanefnd Kaupþings í aðdraganda
efnahagshrunsins.Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félögunum.
„Lögbannið er fráleitt, gengur gegn hagsmunum almennings og hefur þann eina tilgang að þagga niður fréttaflutning um hrunið, aðdraganda þess og eftir atvikum ábyrgðarmenn.
Félagið telur að ef lögbannið verður staðfest af dómstólum þurfi Alþingi að breyta lögum um bankaleynd tafarlaust til að tryggja eðlilega og lýðræðislega umræðu."