Þétt umferð kringum höfuðborgarsvæðið

Mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Umferðin í kringum höfuðborgarsvæðið er orðin þétt en gengur þó þokkalega og enn sem komið er hafa ekki myndast miklar teppur. Á Suðurlandi gengur umferð sömuleiðis vel enda hefur hún verið jöfn í allan dag og svo virðist vera sem fólk hafi lagt snemma af stað heimleiðis.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði umferðina til borgarinnar vera orðna þétta, bæði á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi, en enn sem komið væri gengi hún ágætlega.  Ekki hefði enn borið á neinum stórvægilegum umferðarteppum. 

Lögreglan á Selfossi sagði umferðina nokkuð mikla en hún gengi þokkalega og án mikilla tafa. Nokkuð jöfn umferð væri búin að vera í allan dag og hefði hún byrjað snemma. Fyrstu bílarnir með tjaldvagna hefðu sést klukkan fimm í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert