Aukin upplýsingaskylda banka og breytingar á bankaleynd

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra. mbl.is/Golli

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra lagði á ríkisstjórnarfundi í morgun fram minnisblað um meðal annars breytingar á upplýsingaskyldu banka og bankaleynd, sem unnið hefur verið að innan ráðuneytisins.  

Á hann von á að geta lagt fram lagafrumvarp þessu tengt í haust. Í frumvarpinu yrði stefnt að auknu eftirliti innan fjármálakerfisins, þannig að ekki verði lengur hægt að fela vafasöm viðskipti sem tengjast til dæmis skatta- eða samkeppnismálum. Spurður hvort bankaleynd hafi þá verið skilgreind of þröngt, segir Gylfi að hún hafi kannski verið of þröng í þeim skilningi, að menn hafi að einhverju marki náð að skýla sér á bakvið hana.

Annar flötur sé upplýsingaskylda bankanna en þeim beri að skila ýmsum skýrslum til eftirlitsaðila til dæmis fjármálaeftirlits eða kauphallar, séu þeir á markaði. Út frá þeim upplýsingum eigi svo að vera hægt að leggja mat á stöðu bankanna.

Gylfi segir alveg augljóst að þetta hafi ekki gengið sem skyldi. Séu upplýsingar frá bönkunum, síðustu misserin fyrir skoðaðar, hafi þeir dregið upp fremur bjarta mynd af sér, sem fyrirtæki með dreifð útlánasöfn sem tækju litla áhættu osfrv. Svo komi á daginn að bak við hina opinberu mynd sé eitthvað annað. Þetta þurfi því að taka til athugunar.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert