Icesave-reiknir á Mbl.is

Nú er hægt að skoða lykt­ir Ices­a­ve-máls­ins sam­kvæmt mis­mun­andi for­send­um á vef mbl. Ices­a­ve-reikn­in­um er ætlað að varpa ljósi á skuld­bind­ing­ar ís­lenska rík­is­ins vegna samn­ings­ins.

Á vef mbl.is má nú nálg­ast svo­kallaðan Ices­a­ve-reikni sem ger­ir fólki kleift að skoða lykt­ir Ices­a­ve-máls­ins sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi samn­ingi eða öðrum for­send­um sem hægt er að setja inn í reikn­inn. Er reikn­in­um ætlað að varpa ljósi á þær skuld­bind­ing­ar sem ís­lenska ríkið tekst á hend­ur með samn­ing­un­um.

Í reikn­in­um má sjá með skýr­um hætti hvaða áhrif breytt­ar for­send­ur hafa á niður­stöðu máls­ins og lo­ka­upp­gjör þess. For­send­ur máls­ins eru sund­urliðaðar í reikn­in­um og ætti það að auðvelda öll­um að átta sig á samn­ingn­um, sem hef­ur gjarn­an verið sagður illskilj­an­leg­ur venju­legu fólki. Öllum liðum fylgja skýr­ing­ar sem hjálpa les­end­um að átta sig á mál­inu. Þá eru tengl­ar í tengd­ar frétt­ir, grein­ar og frétta­skýr­ing­ar við hvern lið sem varpa frek­ari ljósi á þau atriði sem til skoðunar eru.

Ekk­ert, 357,1 eða 943,6 millj­arðar króna?
Bæði eru fast­ar og breyti­leg­ar for­send­ur í reikn­in­um. Þær föstu eru lán frá Bret­um og Hol­lend­ing­um en hinar breyti­legu eru meðal ann­ars lána­vext­ir, mat á eign­um Lands­bank­ans, for­gang­ur krafna og gengi gjald­miðla. Því eru eng­in tak­mörk sett hvernig breyta má sum­um for­send­um og eru mögu­leik­ar niður­stöður því óend­an­lega marg­ar. Séu bestu mögu­legu stöðluðu for­send­ur sem boðið er upp á í reikn­in­um vald­ar nem­ur skuld­bind­ing Íslands 0 krón­um. Á hinn bóg­inn verður hún 943,6 millj­arðar króna séu þær verstu vald­ar. Þetta eru öfga­dæmi og hvor­ugt þeirra er raun­hæft en séu grunn­for­send­ur reikn­is­ins lagðar til grund­vall­ar nem­ur skuld­bind­ing ís­lenska rík­is­ins vegna Ices­a­ve 357,1 millj­arði.

Er það fyr­ir­tækið Data­mar­ket sem hannaði reikn­inn. skuli­as@mbl.is

Ices­a­ve-reikn­ir­inn á Mbl.is

Meira í Morg­un­blaðinu á miðviku­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert