Innbrotahrina í borginni

00:00
00:00

„Þetta er topp­ur sem við höf­um ekki séð lengi,“ seg­ir Kristján Ólaf­ur Guðna­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, spurður út í inn­brotafar­ald­ur á höfuðborg­ar­svæðinu um versl­un­ar­manna­helg­ina.

„Það er búið að til­kynna til okk­ar 40 inn­brot það sem af er, sem áttu sér stað yfir helg­ina. Sem er nokkuð um­fram það sem við vor­um að gera okk­ur von­ir um,“ seg­ir Kristján.

Brot­ist hef­ur verið inn í bíla, fyr­ir­tæki og eitt­hvað hef­ur verið um inn­brot í heima­hús. Aðspurður seg­ir Kristján ekki eiga von á því að til­kynn­ing­um eigi eft­ir að fjölga mikið. Þá seg­ir hann að það hafi gengið þokka­lega að upp­lýsa mál­in. Í mörg­um til­vik­um er um svo­kallaða góðkunn­ingja lög­regl­unn­ar að ræða.

Þá var framið rán í versl­un 11-11 í Skip­holti í gær og hafa tveir verið hand­tekn­ir í tengsl­um við rann­sókn máls­ins.

Inn­brota­hrin­an hófst síðasta sum­ar

Kristján seg­ist ekki hafa skýr­ingu á reiðum hönd­um hvers vegna svo mörg inn­brot hafi átt sér stað um helg­ina. Hann bend­ir hins veg­ar að að „frá því í júlí í fyrra þá kom hrina inn­brota sem síðan hef­ur verið nokkuð viðvar­andi eft­ir það. Það er eitt­hvað sem við erum að glíma við að ná niður aft­ur,“ seg­ir Kristján.

„Þetta kem­ur alltaf í hrin­um. Þessi hef­ur verið nokkuð löng. Þannig að þetta er eig­in­lega það sem er stóra málið hjá okk­ur núna, að ná þessu niður með ein­hverj­um ráðum.“

Aðspurður hvet­ur Kristján fólk til að láta lög­regl­una vita verði það t.a.m. vart við grun­sam­leg­ar manna­ferðir í hverf­um. All­ar slík­ar ábend­ing­ar séu vel þegn­ar og í raun mættu þær vera fleiri.

Kristján seg­ir að al­mennt litið hafi versl­un­ar­manna­helg­in gengið prýðilega á höfuðborg­ar­svæðinu. Um­ferðin hafi gengið vel og verið slysa­laus að mestu. Mikið og gott eft­ir­lit hafi verið við Suður­lands- og Vest­ur­lands­veg.  Álagið hef­ur hins veg­ar verið tölu­vert, og skýrist það að veru­legu leiti af fá­menn­ara lög­regluliði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert