Raunfjármagnstekjur 2,5 sinnum meiri en uppgefnar

Frá húsnæði Tryggingastofnunar.
Frá húsnæði Tryggingastofnunar. mbl.is/Árni Torfason

Forskráð gögn frá Ríkisskattstjóra sýna 2,5 sinnum hærri heildarfjármagnstekjur lífeyrisþega en þeir gáfu upp í áætlun fyrir árið til Tryggingastofnunar. Þetta segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Leiðir þetta til þess að margir lífeyrisþegar þurfa að endurgreiða ofgreiddar bætur sem þeim voru reiknaðar samkvæmt áætluninni. Er þetta í fyrsta sinn sem stofnunin fær upplýsingar um fjármagnstekjur með þessum hætti

„Við áttum von á [holskeflu athugasemda] en enn sem komið er er mikið minna af athugasemdum en við reiknuðum með,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert