,,Það hangir á mörkunum hvort við stöndum undir þessu eða ekki"

,,Ef við tökum þetta að okkur dæmum við þjóðina til …
,,Ef við tökum þetta að okkur dæmum við þjóðina til fátæktar þegar til framtíðar er litið." Mbl.is/Bragi

„Það sem kom mér helst á óvart var hversu gagnrýnin skýrslan er á Seðlabankann og fjármálaráðuneytið,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, sem situr í fjárlaganefnd.

Hann segir málið í raun ekki flókið. „Við erum að reyna að átta okkur á því hvort við getum staðið undir þessu. Þegar slegið er lán þarf maður að spyrja sjálfan sig hvort maður geti borgað. Ég skynja í skýrslunni að það hangi algerlega á mörkunum hvort við getum staðið undir þessu. Það megi gersamlega ekkert út af bregða,“ segir Höskuldur.

Skýrslan bendi á ákveðin hættumerki hvað það varði, þá sérstaklega vegna mögulegrar fólksfækkunar með tilheyrandi afleiðingum; minni hagvexti og skertri velferðarþjónustu, sem sé grafalvarlegt mál. „Ef við tökum þetta að okkur erum við að dæma þjóðina til fátæktar þegar til framtíðar er litið, að mínu mati,“ segir Höskuldur. Skýrslan staðfesti allt það sem Framsóknarflokkurinn hafi gagnrýnt í þessu máli. 

Þá komi fram að Hagfræðistofnun hefði þurft lengri tíma til að fara betur yfir málið í heild sinni. „Meirihlutinn þvertók hins vegar fyrir það. Það virðist vera sem það sé óþol í ríkisstjórninni um að koma þessu áfram, án þess að hafa mótað sér neina skoðun á því hvert þeir vilja fara." 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert