Þó ekki sú runninn upp höfuðdagur og heldur ekki byrjun hundadaga er ekki að sjá annað en að veðrabrigði gætu verið yfirvofandi, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á bloggvef sinn. Lýsir sér þannig að nokkuð myndarleg lægð, þrengir sér upp að landinu úr suðri með skilum og úrkomusvæðum. Vindur verður austan- og suðaustanstæður og úrkoma þó nokkur, sérstaklega suðaustanland.
„Í kjölfar þessarar lægðar er að sjá undir helgi að vindáttin gæti orðið suðvestanstæð. Hvort sú vindátt haldist eitthvað eða verði aðeins undantekning á reglunni ræðst af því hvort hæðarhryggur frá nái til Bretlandseyja í kjölfarið. Þar hefur sumarið verið óstöðugt og úrkomusamt og Bretar orðnir lageygir eftir sólarkafla sem fylgir gjarnan slíku veðurlagi. Um leið beini slík staða oft grunnum lægðum úr suðvestri til Íslands með ríkjandi vindi á milli suðausturs og suðvesturs.
En lægðin myndarlega er allt að því staðreynd og sýnir spárkortið stöðuna aðfararnótt fimmtudagsins þar sem lægðin hefur snýr um sig úrkomusvæðunum," skrifar Einar á vef sinn.
Veðurblogg Einars Sveinbjörnssonar