Velta á fasteignamarkaði dregst saman um rúm 50%

Sverrir Vilhelmsson

Alls var 182 kaup­samn­ing­um þing­lýst á höfuðborg­ar­svæðinu í júlí og nam heild­ar­velt­an 5,8 millj­arðar króna. Meðal­upp­hæð á kaup­samn­ing var 31,9 millj­ón­ir króna. Í sama mánuði í fyrra var 362 kaup­samn­ing­um þing­lýst þannig að þeim hef­ur fækkað um 49,7% á milli ára. Þá var velt­an 11,7 millj­arðar króna og hef­ur hún því dreg­ist sam­an um 50,3% en þá var meðal­upp­hæð á kaup­samn­ing 32,3 millj­ón­ir króna.

Þegar júlí 2009 er bor­inn sam­an við júní 2009 fjölg­ar kaup­samn­ing­um um 9,6% og velta eykst um 24,4%. Í júní 2009 var þing­lýst 166 kaup­samn­ing­um, velta nam 4,7 millj­örðum króna og meðal­upp­hæð á hvern kaup­samn­ing 28,1 millj­ón­ir króna, að því er fram kem­ur á vef Fast­eigna­skrá Íslands.

Á Ak­ur­eyri var 28 kaup­samn­ing­um þing­lýst í júlí. Þar af voru 18 samn­ing­ar um eign­ir í fjöl­býli, 7 samn­ing­ar um eign­ir í sér­býli og 3 samn­ing­ar um ann­ars kon­ar eign­ir. Nam heild­ar­velta var 604 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 21,6 millj­ón­ir króna.

Á sama tíma var 10 samn­ing­um þing­lýst á Árborg­ar­svæðinu. Þar af var 1 samn­ing­ur um eign í fjöl­býli, 5 samn­ing­ar um eign­ir í sér­býli og 4 samn­ing­ar um ann­ars kon­ar eign­ir. Heild­ar­velt­an var 189 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 18,9 millj­ón­ir króna.

Á sama tíma var 9 samn­ing­um þing­lýst á Akra­nesi. Þar af voru 3 samn­ing­ar um eign­ir í fjöl­býli, 5 samn­ing­ar um eign­ir í sér­býli og 1 samn­ing­ur um ann­ars kon­ar eign. Heild­ar­velt­an var 230 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 25,5 millj­ón­ir króna. Á sama tíma var 8 samn­ing­um þing­lýst í Reykja­nes­bæ. Þar af voru 5 samn­ing­ar um eign­ir í fjöl­býli og 3 samn­ing­ar um eign­ir í sér­býli. Heild­ar­velt­an var 156 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 19,4 millj­ón­ir króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert