Alls var 182 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í júlí og nam heildarveltan 5,8 milljarðar króna. Meðalupphæð á kaupsamning var 31,9 milljónir króna. Í sama mánuði í fyrra var 362 kaupsamningum þinglýst þannig að þeim hefur fækkað um 49,7% á milli ára. Þá var veltan 11,7 milljarðar króna og hefur hún því dregist saman um 50,3% en þá var meðalupphæð á kaupsamning 32,3 milljónir króna.
Þegar júlí 2009 er borinn saman við júní 2009 fjölgar kaupsamningum um 9,6% og velta eykst um 24,4%. Í júní 2009 var þinglýst 166 kaupsamningum, velta nam 4,7 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 28,1 milljónir króna, að því er fram kemur á vef Fasteignaskrá Íslands.
Á Akureyri var 28 kaupsamningum þinglýst í júlí. Þar af voru 18 samningar um eignir í fjölbýli, 7 samningar um eignir í sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir. Nam heildarvelta var 604 milljónir króna og meðalupphæð á samning 21,6 milljónir króna.
Á sama tíma var 10 samningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af var 1 samningur um eign í fjölbýli, 5 samningar um eignir í sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 189 milljónir króna og meðalupphæð á samning 18,9 milljónir króna.
Á sama tíma var 9 samningum þinglýst á Akranesi. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli, 5 samningar um eignir í sérbýli og 1 samningur um annars konar eign. Heildarveltan var 230 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,5 milljónir króna. Á sama tíma var 8 samningum þinglýst í Reykjanesbæ. Þar af voru 5 samningar um eignir í fjölbýli og 3 samningar um eignir í sérbýli. Heildarveltan var 156 milljónir króna og meðalupphæð á samning 19,4 milljónir króna.