Vísað frá á geðdeild og ók inn í lögreglustöð

Frá lögreglustöðinni á Akranesi
Frá lögreglustöðinni á Akranesi

Karl­maður sem ók inn í lög­reglu­stöðina á Akra­nesi á sunnu­dags­kvöldið hafði leitað til sjúkra­húss­ins á Akra­nesi til að fá inn­lögn á geðdeild en maður­inn glím­ir við geðsjúk­dóm. Var hon­um vísað frá og greip hann þá til þess að stela bif­reið sem stóð við sem er staðsett á móti sjúkra­hús­inu og ók sem leið lá á lög­reglu­stöðina og inn. Fékk hann vist­un á geðdeild í gær.

Í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Akra­nesi kem­ur fram að maður­inn hafi ekið  í gegn­um bíl­skúrs­h­urð og aft­an á lög­reglu­bif­reið sem var inni í skúrn­um. Lög­reglu­bif­reiðin hent­ist fram á við og lenti á vinnu­borði sem er inni í skúrn­um. Skemmd­ist lög­reglu­bif­reiðin bæði að fram­an og aft­an en bif­reiðin sem maður­inn ók var óöku­fær eft­ir ákeyrsl­una. Bíl­skúrs­h­urðin er ónýt.  Mesta mildi var að eng­inn var við vinnu í bíl­skúrn­um þegar maður­inn ók þar inn.

Þegar lög­reglu­menn hand­tóku mann­inn óskaði hann eft­ir vist­un á lög­reglu­stöð þar til hann fengi vist­un á geðdeild. Var hann lagður inn á geðdeild dag­inn eft­ir, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert