Ekið á nautgripahjörð á Suðurlandsvegi

Nautgripir.
Nautgripir. AP

Sjö ungnautgripir drápust þegar stórum jeppa var ekið á þá á Suðurlandsvegi austan við Selfoss upp úr miðnætti í nótt, og aflífa þurfti eitt nautið vegna áverka. Hjörðin slapp út fyrir girðingu, hljóp upp á veginn fyrir bílinn. Tveir voru í bílnum og sluppu ómeiddir. Það telst mildi enda víst að verr hefði farið ef um minni bíl hefði verið að ræða.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi var engin leið fyrir ökumann að komast hjá árekstri enda sáust nautgripirnir afar illa í myrkrinu.

Nokkuð annasamt var í umdæminu. Sinna þurfti hávaðaútköllum á Selfossi auk þess sem akstur konu á miðjum aldri var stöðvaður, en hún var mikið ölvuð. Var hún færð á lögreglustöð til skýrslutöku en sleppt að henni lokinni. Hennar bíður ökuleyfissvipting og há sekt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert