Hneykslaður á Kaupþingi

00:00
00:00

Pét­ur Blön­dal þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og einn  stofn­enda Kaupþings seg­ist hneykslaður á þeim upp­lýs­ing­um sem hafa verið birt­ar um út­lán Kaupþings. Þarna hafi aðrir hlut­haf­ar verið hlunn­farn­ir og menn hafi tekið stóra áhættu fyr­ir hönd þjóðar­inn­ar.  

Þetta komi fólki veru­lega við og þrátt fyr­ir banka­leynd­ina hljóti það að vega þyngra að menn hafi verið að taka áhættu sem kom þjoðinni í mik­il vand­ræði. Það þurfi þó að standa vörð um rétta­ríkið og ekki sé hægt að setja nýj­ar regl­ur efti­rá.

Pét­ur er ekki trúaður á full­yrðing­ar Sig­urðar Ein­ars­son­ar stjórn­ar­for­manns Kaupþings um að út­lán bank­anna hafi verið inn­an ramma lag­anna og seg­ir það hæpið. Lög­fræðing­ar þurfi þó að skoða það sem og sér­stak­ur sak­sókn­ari. Hafi lög verið brot­in þurfi þó að ganga eft­ir því að menn sæti ábyrgð. Hann neit­ar því þó ekki að mikið hafi verið bogið við lög­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert