Íslendingar hafa verið nettengdir í 20 ár

Netið kemur við sögu hjá nánast öllum Íslendingum á hverjum …
Netið kemur við sögu hjá nánast öllum Íslendingum á hverjum degi, með einum eða öðrum hætti. mbl.is/Frikki

Maríus Ólafs­son, net- og gæðastjóri ISNIC (In­ter­net á Íslandi hf), tekið sam­an nokkra punkta í til­efni þess að 20 ár eru liðin frá því Íslands komst í IP net­sam­band við út­lönd þann 21. júlí 1989.

Þá var fyrsta beina IP sam­band­inu komið á á milli Íslands  og um­heims­ins. Á þess­um degi, fyr­ir rétt­um 20 árum, tengd­ist SUR­IS (fyr­ir­renn­ari In­ter­net á Íslandi hf.) beinu IP sam­bandi frá Tæknig­arði Há­skóla Íslands við Dun­haga í Reykja­vík og til NOR­DU­net í Lyng­by í Dan­mörku.

„Þetta sam­band var út­fært sem IP yfir X.25 yfir gervi­hnött. Á þess­um tíma var eina leiðin til gagna­sam­skipta við út­lönd að nota X.25 sam­skiptaaðferðina sem rík­is­s­íma­fé­lög þess tíma buðu upp á. X.25 sam­skiptaaðferðin hentaði af­spyrnuilla til að flytja IP um­ferð og burðargeta þessa sam­bands mæld­ist milli 300 og 1200 bit­ar á sek. -  nú mæl­um við hins veg­ar sam­bönd í millj­ón­um og millj­örðum bita á sek­úndu.

Fyr­ir 20 árum opnaði þetta sam­band þó not­end­um nýj­ar vídd­ir í tölvu­sam­skipt­um við út­lönd. Sam­band lands­ins við In­ter­net hafði verið óbeint fram að þessu (með tölvu­pósti og Usenet) og nú bætt­ust við skjá­sam­skipti (tel­net) og beinn skráa­flutn­ing­ur (FTP).

IP/​X25 sam­band­inu var haldið úti í ná­kvæm­lega eitt ár, en þá fékkst loks föst 9600 bita leigu­lína frá Tæknig­arði til Stokk­hólms, og In­ter­net­væðing lands­ins var haf­inn fyr­ir al­vöru,“ skrif­ar Maríus.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert