Jeppi eyðilagðist og hjólhýsi splundraðist

Umferðaróhapp varð í Öxnadal um hálf sjö í kvöld þegar stór jeppi með stórt hjólhýsi í eftirdragi fór fram úr Econoline bíl með kerru í eftirdragi.

Svo virðist vera sem hjólhýsið hafi tekið öll völd og rakst það utan í kerruna með þeim afleiðingum að Econoline bíllinn og kerran lentu utan vegar. Hjólhýsið splundraðist við samstuðið og jeppinn skemmdist svo mikið að hann er talinn ónýtur.

Þrír slösuðust og voru þeir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Betur fór en á horfðist og virðast meiðslin ekki vera stórvægileg. Læknir kom á staðinn stuttu eftir óhappið og hlúði hann að hinum slösuðu.

Utanvegaakstur rannsakaður

Lögreglan á Húsavík hefur nú til rannsóknar utanvegaakstur á hálendinu í dag. Stóðu björgunarsveitarmenn erlenda ferðamenn að því að aka utan vegar og tóku þá tali. Höfðu þeir sömuleiðis samband við ferðaskrifstofu fólksins. Málið er á frumstigi og eftir er að taka skýrslur af fólkinu sem er enn uppi á hálendinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert