Lífið færist í eðlilegt horf í Eyjum

Síðustu gestir Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum halda til síns heima í …
Síðustu gestir Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum halda til síns heima í dag. Mbl.is/Ómar

Ró­legt var hjá lög­regl­unni í Vest­manna­eyj­um í nótt eft­ir anna­sama und­an­farna daga. En þó drykkju­lát­um linni er ekki þar með sagt að lög­reglu­menn sitji auðum hönd­um. Fyr­ir­spurn­um rign­ir inn vegna týndra muna á Þjóðhátíð. Gest­ir sem m.a. hafa týnt farsím­um, mynda­vél­um og bak­pok­um reyna að vitja þeirra. Í ein­hverj­um til­vik­um tekst það, en fleiri sitja uppi með sárt ennið.

Síðustu gest­ir Þjóðhátíðar í Vest­manna­eyj­um yf­ir­gefa eyna í dag. Ekk­ert fór fyr­ir fólk­inu í nótt enda hefðbund­in lok­un skemmti­staða og lítið um að vera. Einn ósátt­ur ferðalang­ur þurfti að dúsa í fanga­klefa vegna óláta í gær­dag. Hann var mjög ölvaður og fékk að sofa úr sér fyr­ir heim­ferð. Hon­um var sleppt und­ir kvöldið, að lok­inni skýrslu­töku, og er kom­inn til síns heima.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert