Meirihluti andvígur Icesave

Mik­ill meiri­hluti lands­manna er and­víg­ur frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar um rík­is­ábyrgð á Ices­a­ve-samn­inga, sam­kvæmt skoðana­könn­un sem Capacent-Gallup gerði fyr­ir And­ríki. Tæp­lega 20% sögðust mjög eða frek­ar hlynnt frum­varp­inu en tæp 70% sögðust frek­ar eða mjög and­víg því.

Í könn­un­inni var spurt; Ert þú hlynnt/​ur eða and­víg/​ur því að Alþingi samþykki fyr­ir­liggj­andi frum­varp um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-samn­inga?

Niðurstaðan varð sú, að 4% sögðust mjög hlynnt og 15,6% sögðust frek­ar hlynnt.

20,3% sögðust frek­ar and­víg og 47,6% sögðust mjög and­víg“ voru 47,6%.

12,5% svöruðu hvorki né.

Könn­un­in var gerð dag­ana 16. til 27. júlí og voru 1273 í úr­tak­inu. Af þeim svöruðu 717 og svar­hlut­fall var því 56,3%.

Vefþjóðvilj­inn

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert