Bretar rannsaka íslensku bankana

Bretar hafa sett aukinn kraft í rannsókn á íslensku bönkunum …
Bretar hafa sett aukinn kraft í rannsókn á íslensku bönkunum eftir lekann í Kaupþingi. mbl.is/Golli

Sér­stök rann­sókn­ar­stofn­un í Bretlandi sem rann­sak­ar fjár­svik, Ser­i­ous Fraud Office, hef­ur hafið ít­ar­lega og sjálf­stæða rann­sókn á ís­lensku bönk­un­um.

Í kjöl­far lek­ans á gögn­um um stór­ar áhættu­skuld­bind­ing­ar Kaupþings til in­ter­net­net­síðunn­ar Wiki­leaks.org hef­ur rann­sókn­in verið efld, að því er fram kem­ur á vefút­gáfu breska dag­blaðsins The Tel­egraph. 

Sér­stakt teymi á veg­um SFO er að rann­saka skýrsl­una um áhættu­skuld­bind­ing­ar, en hún hef­ur að geyma öll ein­stök lán Kaupþings til viðskipta­vina yfir 45 millj­ón evr­ur. Stofn­un­in hef­ur einnig fengið upp­lýs­ing­ar um bresku úti­bú ís­lensku bank­anna frá fjöl­mörg­um fyrr­ver­andi starfs­mönn­um, fjár­fest­um og viðskipta­vin­um. 

Stofn­un­in er sögð vera að leita að fleiri ein­stak­ling­um sem hafa tengsl við bank­ana til að stíga fram og tjá sig. Í skýrsl­unni um lán­in hjá Kaupþingi eru upp­lýs­ing­ar um meiri­hátt­ar lán­veit­ing­ar til eig­enda Kaupþings og tengdra aðila. Mörg þess­ara lána eru með eng­um eða mjög litl­um veðtrygg­ing­um. Marg­ir viðskipta­vin­ir fengu jafn­framt lán hjá bank­an­um til að kaupa hluta­bréf í Kaupþingi þar sem einu trygg­ing­arn­ar voru bréf­in sjálf. 

Ekki með vit­und og vilja ís­lenskra stjórn­valda

Þrátt fyr­ir að ekki sé form­lega haf­in rann­sókn vegna gruns um refsi­verða hátt­semi hef­ur sér­stakt teymi á veg­um SFO verið að skoða ís­lensku bank­ana Kaupþing, Glitni og Lands­bank­ann í marga mánuði, eða síðan banka­kerfið á Íslandi hrundi í októ­ber á síðasta ári. 

Ólaf­ur Þór Hauks­son, sér­stak­ur sak­sókn­ari, sagði í sam­tali við mbl.is í morg­un að Ser­i­ous Fraud Office hefði ekki verið í form­leg­um sam­skipt­um við embætti sér­staks sak­sókn­ara og ekki hefði verið óskað eft­ir gögn­um frá embætt­inu. Hann sagði að starfs­menn sér­staks sak­sókn­ara hefðu fyrst fengið fregn­ir af rann­sókn bresku stofn­un­ar­inn­ar í gegn­um fjöl­miðla. 

Frétt Tel­egraph

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert