Segja samkomulag í sjónmáli

Samkomulag milli stjórnarflokkanna um fyrirvara um ríkisábyrgð vegna Icesave-samningsins er í sjónmáli og er búist við að það liggi að mestu fyrir á morgun. Með því er þingmeirihluti tryggður fyrir samningnum. Þetta kom fram í fréttum RÚV.

Stjórnarflokkarnir hafa undanfarna daga unnið hörðum höndum að því að semja um fyrirvara vegna Icesave-samkomulagsins. Þeir hafa að mestu snúist um að koma endurskoðunarákvæðum inn í samninginn.

Tryggja á meðal annars svokölluð Brussel-viðmið, sem taka mið af sérstöðu Íslands við bankahrunið. Þá á að tryggja endurskoðun ef breytingar verði á reglum um innistæðutryggingar og koma því inn í samninginn að ekki verði gengið að auðlindunum, þó að Bretar og Hollendingar séu þegar búnir að staðfesta að það verði ekki gert, að því er fram kom í fréttum RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert