Liðsmenn samtakanna Saving Iceland mökuðu grænu skyri á skrifstofu Alcaoa á Íslandi í gær.
Segir í tilkynningu frá samtökunum að miðað við þátt Alcoa í eyðileggingu íslenskrar náttúru og önnur umhverfis- og mannréttindabrot um víða veröld sé þetta minnsta mögulega refsing til handa fyrirtækinu.
Segja samtökin að álverið á Reyðarfirði hafi verið boltinn sem ýtti af stað þeirri hugmynd að álframleiðisla væri forsenda lífs. Eftir byggingu Kárahnúkavirkjunar líti aðrar orkuframkvæmdir út fyrir að vera svo smáar að fæstir sjái ástæðu til þess að spyrna neitt við fótum. Þá hafi meðferð lögreglunnar á þeim sem hafi vogað sér að setja fót fyrir framkvæmdirnar fyrir austan verið þess aðlis að fólk treysti sér ekki til þess að halda andófi áfram.
Sjá nánar á vef Saving Iceland