Fréttaskýring: Þurfa breyttar reglur um bankaleyndina

Stjórnendur Nýja Kaupþings ákváðu að falla frá lögbanni á fréttir …
Stjórnendur Nýja Kaupþings ákváðu að falla frá lögbanni á fréttir um lánabók gamla Kaupþings, vegna þrýstings frá samfélaginu. mbl.is/Golli

Við leggj­um mikla áherslu á það að við virðum trúnaðarsam­bandið við alla viðskipta­vini. Eins og þagn­ar­skyldu­ákvæðið er núna ber okk­ur und­an­tekn­inga­laust að gera það,“ seg­ir Finn­ur Svein­björns­son, banka­stjóri Nýja Kaupþings. Á aðfaranótt þriðju­dags féllu bank­inn og skila­nefnd gamla bank­ans frá lög­banns­kröfu sinni vegna frétta­flutn­ings Rík­is­út­varps­ins af lána­bók gamla Kaupþings, sem nú hef­ur verið birt á net­inu.

Finn­ur kall­ar þess vegna eft­ir því að regl­um um þagn­ar­skyld­una verði breytt, sé það vilji al­menn­ings og stjórn­mála­manna, svo bank­ar geti starfað inn­an þess lag­aramma sem þeim er sett­ur, eins og Finn­ur orðar það. „Það er ekki hægt að skilja þetta eft­ir í lausu lofti,“ seg­ir hann.

Finn­ur seg­ir enn­frem­ur að eng­inn stjórn­mála­maður hafi haft beint sam­band við sig til að þrýsta á um aft­ur­köll­un lög­banns­ins. Finn­ur seg­ir hins veg­ar að umræða helgar­inn­ar þar sem m.a. tveir ráðherr­ar og formaður viðskipta­nefnd­ar Alþing­is tjáðu sig sýni að skipt­ar skoðanir séu um þagn­ar­skyldu fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Rætt í rík­is­stjórn

„Ég tel til dæm­is eng­an vafa leika á því að menn mega upp­lýsa um það hvað varð bönk­un­um að falli, óhóf­leg­ar lán­veit­ing­ar og annað slíkt sem hef­ur verið í umræðunni und­an­farna daga,“ seg­ir Gylfi.

Á fund­in­um lagði Gylfi fram minn­is­blað um þá vinnu sem hef­ur farið fram inn­an viðskiptaráðuneyt­is­ins varðandi banka­leynd. Á hann von á að geta lagt fram laga­frum­varp með til­lög­um um breyt­ing­ar á banka­leynd í haust. Þar verði tekið á ýms­um álita­mál­um, þar með talið hvort það þurfi að skýra ákvæði sem snúa að birt­ingu fjöl­miðla á upp­lýs­ing­um.

Í lána­bók­inni, sem nú er aðgengi­leg á vefsíðunni wiki­leaks.org, eru upp­lýs­ing­ar um lán til 206 viðskipta­vina gamla bank­ans, upp­hæðir, ábyrgðir og áhættuþætti. Sum­ir af þess­um viðskipta­vin­um eru enn í dag viðskipta­vin­ir nýja bank­ans og var það ástæða þess að stjórn­end­ur hans vildu lög­bannið.

Aðspurður neit­ar Finn­ur Svein­björns­son því að borið hafi á út­tekt­um úr bank­an­um eft­ir að málið kom upp. Hins veg­ar hafi borið á óánægju í umræðu helgar­inn­ar. Hætta hafi þess vegna verið á því að ef umræðan héldi áfram á þeim nót­um sem hún var, þá hefði það skapað meira tjón en ávinn­ing að halda lög­bann­inu til streitu.

Vernd upp­ljóstr­ara

Í fyrsta lagi er þar lagt bann við því að op­in­ber­ir aðilar reyni að kom­ast að því hver það er sem hef­ur lekið upp­lýs­ing­um. Sé það hins veg­ar gert, í trássi við prent­frels­isákvæði sænsku stjórn­ar­skrár­inn­ar, get­ur sá sem það ger­ir átt von á sekt­um eða fang­elsi allt að einu ári.

Þá er einnig kveðið á um refs­ingu fyr­ir þann sem upp­lýs­ir um nafn þess sem und­ir nafn­leynd grein­ir frá upp­lýs­ing­um sem varða al­manna­hag. Get­ur sá sem upp­lýs­ir um nafnið einnig bú­ist við sekt­um eða fang­elsi allt að einu ári.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert