Verð á bensíni hefur hækkað um fjórar krónur og er algengt verð á bensínlítranum 191,80 krónur. Dísillítrinn hækkaði um 3 krónur og kostar nú 182,60 krónur á flestum stöðvum. Bensínið er ódýrast hjá Orkunni, 188,10 krónur lítrinn.
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað mikið í morgun og hefur ekki verið hærra frá því í október. Verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í september fór í 76 dali í Lundúnum í morgun en í New York hefur hráolíuverð haldist í 71,5-72,4 dölum tunnan í dag.