Eymundsson opnar á Skólavörðustíg

Bókabúð Máls og menningar verður áfram að Laugavegi 18
Bókabúð Máls og menningar verður áfram að Laugavegi 18 mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­komu­lag hef­ur náðst milli Kaupangs og Penn­ans á Íslandi um kaup á vörumerk­inu Bóka­búðir Máls og Menn­ing­ar.  Kaupang­ur sem er eig­andi að hús­næðinu þar sem Bóka­búð Máls og Menn­ing­ar hef­ur verið óslitið síðan 1961 taldi við hæfi  að eign­ast vörumerkið sem á sér svo mikla sögu samofna hús­næðinu, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.
 
Fyr­ir­hugað var að flytja vörumerkið Bóka­búðir Máls og Menn­ing­ar í SPRON húsið við Skóla­vörðustíg,  en vegna þess sam­komu­lags sem náðst hef­ur milli Kaupangs og Penn­ans mun Ey­munds­son – opna nýja bóka­búð í SPRON hús­inu  við Skóla­vörðustíg. 
 
Milli Kaupangs og Penn­ans á Íslandi ehf rík­ir sátt með það sam­komu­lag sem náðst hef­ur á milli þeirra, sam­kvæmt til­kynn­ingu.
 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert