Samkomulag hefur náðst milli Kaupangs og Pennans á Íslandi um kaup á vörumerkinu Bókabúðir Máls og Menningar. Kaupangur sem er eigandi að húsnæðinu þar sem Bókabúð Máls og Menningar hefur verið óslitið síðan 1961 taldi við hæfi að eignast vörumerkið sem á sér svo mikla sögu samofna húsnæðinu, að því er segir í tilkynningu.
Fyrirhugað var að flytja vörumerkið Bókabúðir Máls og Menningar í SPRON húsið við Skólavörðustíg, en vegna þess samkomulags sem náðst hefur milli Kaupangs og Pennans mun Eymundsson – opna nýja bókabúð í SPRON húsinu við Skólavörðustíg.
Milli Kaupangs og Pennans á Íslandi ehf ríkir sátt með það samkomulag sem náðst hefur á milli þeirra, samkvæmt tilkynningu.